Knattspyrna: Birkir Pálsson skiptir yfir í Huginn

birkir palsson hottur webBirkir Pálsson, fyrrum þjálfari og fyrirliði knattspyrnuliðs Hattar, er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, Huginn Seyðisfirði. Þá er staðfest að fyrirliðinn Rúnar Freyr Þórhallsson verður áfram hjá Huginn í sumar. Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið til sín tvo spænska leikmenn.

Birkir, sem er þrítugur miðvörður, er uppalinn Seyðfirðingur og lék með liðinu í annarri deild sumarið 2005 en skipti eftir það yfir í Þrótt Reykjavík. Hann lék með liðinu í úrvalsdeild og fyrstu deild í fimm ár.

Síðustu tvö sumur hefur hann hins vegar spilað með Hetti og var fyrirliði félagsins í fyrra. Hann tók svo við þjálfun liðsins eftir brottrekstur Eysteins Haukssonar um mitt síðasta sumar en tókst ekki að bjarga félaginu frá falli í þriðju deild.

Huginn, sem spilar í annarri deild í sumar, hefur einnig fengið til sín Rúnar Frey Þórhallsson að láni frá Þór Akureyri. Rúnar Freyr er uppalinn Seyðfirðingur og hefur leikið með meistaraflokki Hugins frá árinu 2008, utan sumarsins 2011, þrátt fyrir að vera samningsbundinn Þór Akureyri frá árinu 2010. Hann var fyrirliði Hugins seinni part síðustu leiktíðar.

Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, tilkynnti um félagaskipti tvímenninganna á Facebook-síðu félagsins fyrr í dag. Hann lét þess getið að unnið væri í fleiri málum.

Leiknir Fáskrúðsfirði fékk nýverið til sín tvo Spánverja, þá Hector Pena Bustamante og Pedro Monzon. Hector er miðvörður sem kom til ÍA um mitt síðasta sumar og spilaði með liðinu í úrvalsdeildinni.

Pedo er miðjumaður sem leikið hefur í neðri deildunum á Spáni. Þá er von á þriðja Spánverjanum, Juan Miguel Rodriguez Munoz, innan skamms. Pedro og Hector léku með Leikni í Kjarnafæðismótinu um helgina og í æfingaleik gegn Hetti í síðustu viku sem Leiknir vann.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.