Íþróttir helgarinnar: Toppslagur í blakinu

blak throttur hk meistarar 06042013 0026 webKvennalið Þróttar heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í toppslag í Mikasa-deild kvenna í blaki á morgun. Karlalið Aftureldingar spilar tvo leiki í Neskaupstað og körfuknattleikslið Hattar tekur á móti Skagamönnum í kvöld.

Kvennaliðið spilar fyrst gegn Þrótti Reykjavík í Laugadalshöll í kvöld en spilar að Varmá á morgun. Afturelding er efst í deildinni með 26 stig eftir tíu leiki en Þróttur í þriðja sæti með 18 stig úr sjö leikjum.

Karlalið Aftureldingar kemur austur og spilar tvo leiki í Neskaupstað, annan í kvöld en hinn á morgun.

Höttur tekur á móti ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik klukkan 18:30 í kvöld. Höttur er í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig í hörðum slag við Fjölni um það þriðja en ÍA í 5. – 8. sæti með tólf stig.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.