Afturelding mætti ekki til Norðfjarðar

blak throttur hk okt13 kk 0034 webKarlalið Aftureldingar í blaki á yfir höfði sér sektir eftir að hafa skrópað í báðum leikjum sínum gegn Þrótti í Neskaupstað í síðustu helgi. Kvennaliðið tapaði í toppslagnum fyrir Aftureldingu. Körfuknattleikslið Hattar vann öruggan sigur á ÍA.

Afturelding á von á 80 þúsund króna sekt fyrir hvorn leik en liðið átti að spila í Neskaupstað á föstudag og laugardag. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst voru Mosfellingar búnir að láta vita af því fyrir helgina að liðið myndi ekki mæta til leiks. Flauta þurfti þó leikina af og á.

Á ýmsu hefur gengið hjá liðinu í vetur en leikmaður þess var í haust dæmdur í tíu mánaða bann fyrir að berja dómara. Illa hefur gengið að manna meistaraflokksliðið í síðustu leikjum og verið treyst á yngri leikmenn.

Kvennalið Þróttar spilaði hins vegar gegn Þrótti í Reykjavík á föstudagskvöld og vann 0-3; 23-25, 18-25 og 22-25. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir skoraði 19 stig fyrir Þrótt og Erla Rán Eiríksdóttir 12.

Verr gekk hins vegar gegn toppliði Aftureldingar á laugardaginn en Mosfellsbæjarliðið vann þann leik 3-0; 25-17, 25-20 og 25-16. Jóna Guðlaug var aftur stigahæst með 18 stig en Erla Rán og Lilja Einarsdóttir skoruðu sjö.

Liðið mætir HK, sem er í öðru sæti um næstu helgi en Þróttur er í því þriðja. Einu stigi munar á liðunum eftir níu umferðir og því ljóst að hart verður barist um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni í vor í þeim leikjum.

Fátt var um varnir þegar Höttur burstaði ÍA í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á föstudagskvöld 130-101. Hattarmenn tóku strax afgerandi forustu með að skora 39 stig gegn 23 í fyrsta leikhluta en fáheyrt er að lið skori um fjörtíu stig í einum fjórðungi.

Allir leikmenn á skýrslu hjá Hetti komu inn á í leiknum. Gerald Robinson skoraði 44 stig fyrir Hött og tók 10 fráköst og Austin Bracey skoraði 30 stig og sendi 12 stoðsendingar. Þá skoraði Eysteinn Bjarni Ævarsson 20 stig.

Með sigrinum komst Höttur upp í þriðja sæti en það er jafnt Fjölni með 18 stig úr 14 leikjum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.