Íþróttir helgarinnar: Ístölti og frjálsíþróttamóti frestað vegna veðurs

istolt 2013 0055 webBúið er að ákveða að fresta Ístölti Freyfaxa og Ávaxtamóti UÍA í frjálsíþróttum sem halda átti á morgun vegna slæms veðurútlits. Beðið er með ákvörðun um leiki Þróttar og HK í blaki.

Ístöltinu hefur verið frestað um viku eða til 1. mars. Það átti að halda á Móavatni við Tjarnarland á Fljótsdalshéraði á morgun.

UÍA ætlaði að halda frjálsíþróttamót fyrir keppendur 10 ára og yngri á Fáskrúðsfirði á morgun en því hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Í samtali við Austurfrétt sagði Sandra María Ásgeirsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, að margir foreldrar hefðu haft samband í morgun og viðrað áhyggjur af veðri og færð á morgun. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að fresta mótinu.

Ekki er ljóst hvenær leikir Þróttar og HK í Mikasa-deild kvenna í blaki verða leiknir. Hluti HK-liðsins kom með flugi austur í Egilsstaði í hádeginu en þaðan eru allar leiðir ófærar.

Afgangurinn af hópi HK og nokkrir leikmenn Þróttar eru væntanlegir með flugi síðar í dag. Til stóð að leika í kvöld og á morgun en til vara er gengið út frá því að leikið verði á laugardag og sunnudag.

Höttur á leik gegn Vængjum Júpíters í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Leikurinn á að fara fram í Grafarvogi klukkan 20:30 í kvöld.

Mikil snjókoma og hvassviðri hafa skapað ófærð á Austurlandi í dag. Ófært er um Oddsskarð, Fagradal, Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og fyrir Heiðarendann. Ófært hefur verið yfir Fjarðarheiði í gær og í dag. Þungfært er til Borgarfjarðar og snjóþekja á öðrum vegum.

Veðurstofan spáir norðaustan 13-18 m/s og snjókomu eða slyddu á Austfjörðum í dag. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.