Boltaleikjum helgarinnar frestað: Ístöltið og Hennýjarmót á áætlun

karfa hottur tindastoll 0051 webBúið er að fresta leik Hattar og Þórs frá Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik sem fram átti að fara á Egilsstöðum í kvöld. Einnig er óvíst um fjóra leiki Þróttar og KA í blaki karla og kvenna sem fram áttu að fara í dag og á morgun.

Ástæða frestunarinnar er ófærð á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða. Kanna á hvort unnt verður að opna leiðina á morgun. Ef svo verður mun hugsanlega verða leikið í blakinu um helgina.

Samkvæmt upplýsingum frá Hetti er verið að skoða að færa leikinn gegn Þór yfir á mánudag en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Ekki setur veðrið þó alla íþróttaviðburði helgarinnar í uppnám.

Ístölt hestamannafélagsins Freyfaxa mun fara fram á Eiðavatni og hefst klukkan 10 á morgun, laugardag. Ísinn þar er 45 sentímetra þykkur og því vel öruggur. Nánari upplýsingar um dagskrá og staðsetningu má nálgast á www.freyfaxi.org.

Á Eskifirði verður haldið Hennýjarmót í sundi á vegum sunddeildar Austra. Mótið hefst klukkan 10:00 á morgun en upphitun í lauginni klukkustund fyrr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar