Kvennalið Þróttar komið í annað sætið: Höttur mætir Þór í kvöld

blak throttur hk meistarar 06042013 0026 webKvennalið Þróttar í blaki er komið í annað sæti úrvalsdeildar kvenna eftir að hafa lagt KA um helgina en karlaliðið tapaði sínum leikjum. Höttur tekur á móti Þór í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Til stóð að leika bæði í Neskaupstað og á Egilsstöðum á föstudagskvöld en þeim leikjum var öllum frestað vegna ófærðar á Möðrudalsöræfum.

Á laugardagsmorgun var hins vegar rutt og komst lið KA austur í Neskaupstað á laugardag en leikið var aftur á sunnudagsmorgun.

Liðin skiptu með sér sigrunum þannig að KA vann báða karlaleikina, þann fyrri 2-3 (19-25, 25-22, 25-20, 20-25 og 13-15) og þann seinni 1-3 (23-25, 28-30, 25-22 og 23-25).

Þróttur vann hins vegar báða kvennaleikina 3-0 (25-16, 25-7, 25,18 og 25-21, 25-15, 25-12).

Þrátt fyrir að spilað væri á sunnudagsmorgni komust KA-liðin ekki norður í gær. Beðið var eftir mokstri á morgun með þann vara möguleika að keyra suðurleiðina.

Með sigrinum komst kvennaliðið upp í annað sætið, tveimur stigum á undan HK sem á leik til góða. Karlaliðið er einnig í öðru sæti en með eins stigs forskot á Stjörnuna sem einnig leik inni.

Höttur tekur á móti Þór frá Akureyri í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Höttur á í harðri samkeppni við Fjölni um þriðja sætið en Reykjavíkurliðið náði tveggja stiga forskoti með að vinna Augnablik á föstudag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.