Andrés Kristleifs: Kom ekki annað til greina en setja þetta ofan í

karfa hottur thorak 03032014 0076 webAndrés Kristleifsson, annar fyrirliða körfuknattleiksliðs Hattar, var hetja liðsins í kvöld þegar Höttur vann Þór Akureyri 71-70 í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Andrés skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall.

„Ég hugsaði bara um að skjóta og hitta. Það kom aldrei annað til greina en setja þetta ofan í," sagði Andrés í samtali við Austurfrétt í leikslok.

Þegar tæpar fjórar sekúndur voru eftir höfðu Þórsarar tveggja stiga forskot, 68-70. Viðar Örn Hafsteinsson sendi boltann fram á miðju á Eystein Bjarna Ævarsson sem gaf hann út til hægri á Andrés sem fór upp í skotið.

Andrés segir að Hattarmenn hafi ekki lagt af stað í sóknina með neitt ákveðið leikkerfi. „Við ætluðum bara að reyna að koma skoti á körfuna. Eysteinn hefði alveg eins getað skotið sjálfur frá miðju. Ég er viss um að það hefði alveg getað dottið ofan í."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.