Viðar Örn: Andrés skeindi mig allsvakalega

karfa hottur thorak 03032014 0086 webViðar Örn Hafsteinsson, spilandi þjálfari Hattar, var Andrési Kristleifssyni þakklátur í lok 71-70 sigurs Hattar á Þór Akureyri í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld. Andrés setti ofan í þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og bjargaði þar með andliti Viðars sem gerði slæm mistök í síðustu sókn á undan.

Höttur var í ágætri stöðu þegar tæpar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. Viðar Örn fékk boltann við þriggja stiga línuna og hugðist leika á varnarmann Þórs en tiplaði og fékk dæmd á sig skref.

Þórsarar brunuðu í sókn, skoruðu og voru tveimur stigum yfir, 68-70, þegar tæpar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Hattarmenn hentu boltanum fram, hann barst til Andrésar sem lyfti sér upp og setti ofan í stórbrotna sigurkörfu.

„Andrés skeindi mig allsvakalega. Þetta var rosalegt skot hjá honum eftir að ég fékk dæmd á mig skref. Ég var með drulluna upp á bak en hann kom til bjargar. Svoleiðis virka lið," sagði Viðar Örn í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Hattarliðið var með undirtökin framan af og var tíu stigum yfir í hálfleik en gestirnir komu til baka eftir hlé.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir en það er jákvætt að klára svona leiki því það sýnir karakter. Þórsliðið er sterkt því það kemur alltaf til baka og þeir eru ófyrirsjáanlegir að því leyti.

Við spiluðum frábæra vörn í fyrri hálfleik en treystum á einstaklingsframtak í seinni hálfleik. Við tókum ekki nógu skynsöm skot og reyndum að komast áfram maður á mann í stað þess að spila saman."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.