Ungu strákarnir fengu að spreyta sig í stórsigri á Augnabliki – Myndir

karfa hottur augnablik 07032014 0006 webHattarmenn notuðu tækifærið í síðasta heimaleik sínum í deildarkeppninni í vetur til að leyfa þeim leikmönnum sem minna hafa spilað í vetur til að spreyta sig. Mótherjinn í kvöld var neðsta lið deildarinnar, Augnablik, sem er stigalaust og Höttur vann stórsigur, 115-71.

Leikmenn eins og Austin Bracey, Gerald Robinson og Eystein Bjarni Ævarsson spiluðu allir 15 mínútur eða minna í kvöld en þeir spila vanalega hátt í fjörutíu. Þeir nýttu mínúturnar samt vel. Austin varð stigahæstur með 22 stig og Eysteinn Bjarni skoraði 21.

Í raun var mínútunum nokkurn vegin skipt jafnt á milli þeirra tíu leikmanna sem voru á leikskýrslu Hattar í kvöld og þeir skiluðu allir sínu í formi stiga, stoðsendinga og frákasta.

„Við vorum búnir að tala um að við þyrftum að fá fleiri til að leggja í púkkið. Menn spiluðu fyrir liðið en voru ekki að hugsa um eigið framlag," sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í leikslok.

Ívar Karl Hafliðason, sem lítið sem ekkert hefur spilað í vetur, lék í rúmar átta mínútur í kvöld. Hann hefur samt stórt hlutverk í hópnum.

„Við höfum ekki tapað þegar hann er í hóp. Hann var valinn í hópinn gegn Þór í vikunni þrátt fyrir að hafa ekki mætt á æfingar í tvær vikur. Andlegi þátturinn skiptir máli og Ívar er mikilvægur í klefanum þótt hann sé ekki besta skytta í heimi."

Í hópi þeirra sem vermt hafa bekkinn í vetur er Sigmar Hákonarson. Hann skoraði í kvöld 15 stig og sendi fimm stoðsendingar. Hann hefur samt átt erfitt uppdráttar í vetur vegna meiðsla. Hann segist ánægður með að hafa fengið 27 mínútur í kvöld.

„Leikform er alltaf en æfingaform. Adrenalínið bætist við þegar þú spilar. Mér þykja tíu mínútur í leik erfiðari en klukkutíma æfing.

Ég er ánægður með leikinn í kvöld. Ég hefði viljað spila meira í vetur en ég vona að ég sé orðinn klár fyrir úrslitakeppnina."

Fyrir lokaumferðina eru Höttur og Fjölnir jöfn í þriðja sæti með 24 stig en Þór í öðru tveimur stigum á undan. Þessi tvö sæti veita heimaleikjarétt í undanúrslitum deildarinnar.

Höttur hefur betur í innbyrðisviðureignum en á erfiðan leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki eftir viku. Sauðkrækingar unnu deildina með yfirburðum og töpuðu aðeins sínum fyrsta leik í kvöld.

„Við ætlum á Krókinn og vinna," segir Viðar. „Við verðum að gera það ef við ætlum að eiga heimaleikjarétt. Ef við gerum það ekki föllum við líklega í fjórða sætið."

karfa hottur augnablik 07032014 0020 webkarfa hottur augnablik 07032014 0022 webkarfa hottur augnablik 07032014 0028 webkarfa hottur augnablik 07032014 0033 webkarfa hottur augnablik 07032014 0034 webkarfa hottur augnablik 07032014 0037 webkarfa hottur augnablik 07032014 0039 webkarfa hottur augnablik 07032014 0048 webkarfa hottur augnablik 07032014 0051 webkarfa hottur augnablik 07032014 0054 webkarfa hottur augnablik 07032014 0060 webkarfa hottur augnablik 07032014 0064 webkarfa hottur augnablik 07032014 0065 webkarfa hottur augnablik 07032014 0070 webkarfa hottur augnablik 07032014 0071 webkarfa hottur augnablik 07032014 0072 webkarfa hottur augnablik 07032014 0075 webkarfa hottur augnablik 07032014 0081 webkarfa hottur augnablik 07032014 0083 webkarfa hottur augnablik 07032014 0087 webkarfa hottur augnablik 07032014 0088 webkarfa hottur augnablik 07032014 0093 webkarfa hottur augnablik 07032014 0097 webkarfa hottur augnablik 07032014 0098 webkarfa hottur augnablik 07032014 0100 webkarfa hottur augnablik 07032014 0108 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.