Knattspyrna: Huginn dregur sig út úr deildarbikarnum

huginn leiknir 034Knattspyrnulið Hugins Seyðisfirði hefur dregið sig úr Lengjubikarnum. Þjálfari liðsins segir ótrygga færð spila stóran þátt í ákvörðuninni.

„Það er mjög ótryggt að við komumst í þá leiki sem við þurfum að spila vegna færðar," segir Brynjar Skúlason.

Huginn átti að spila gegn Sindra um þar síðustu helgi en sá leikur féll niður þar sem stór hluti Huginsmanna komst ekki frá Seyðisfirði vegna ófærðar.

Búið var að fljúga fimm leikmönnum austur í Egilsstaði að morgni leikdags og fóru þeir ásamt fleirum og spiluðu æfingaleik við Sindra í staðinn.

Brynjar segir einnig að meiðsli, fámennur hópur, vinna og nám spili sinn þátt í ákvörðuninni. „Það getur verið erfitt fyrir menn að lofa sér í eitthvað svona og lenda í því að vera veðurtepptir á Seyðisfirði og komast ekki aftur suður í skóla og vinnu."

Tveir leikir voru í Austurlandsriðli keppninnar um helgina. Einherjamenn komust loks til leiks og töpuðu 1-0 fyrir Leikni á föstudagskvöld þar sem Marinó Óli Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

Vopnfirðingar léku gegn Sindra á laugardag og unnu 3-2. Atli Arnarson skoraði bæði mörk Sindra en Bjartur Aðalbjörnsson tvö fyrir Einherja og Gunnlaugur Baldursson eitt.

Í fyrsta leik riðilsins vann Fjarðabyggð öruggan 5-1 sigur á Hetti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.