Íþróttir helgarinnar: Úrslitakeppnir í körfu og deildinni lýkur í blaki
Körfuknattleikslið Hattar hefur þátttöku í úrslitakeppni fyrstu deildar karla og úrslitakeppni Bólholtsbikarsins verður haldin um helgina. Blaklið Þróttar leika síðustu deildarleiki sína sem skipta miklu máli því heimaleikir eru í húfi í úrslitakeppninni.Karlalið Þróttar gegn Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ, þann fyrri klukkan 18:00 í kvöld en þann seinni á hádegi á morgun. Þróttur er fyrir leikina í þriðja sæti með 31 stig, stigi minna en Stjarnan sem er í öðru sæti. Það lið sem endar í öðru sæti hlýtur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni sem hefst á mánudag.
Kvennaliðið er í þriðja sæti með 30 stig, tveimur stigum á eftir HK en eiga leik til góða. Þróttur spilar gegn toppliði Aftureldingar klukkan 20:30 að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld og gegn Stjörnunni í Ásgarði 14:00 á morgun.
Samkvæmt áætlun á úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik að byrja með leik Hattar og Þórs á Akureyri klukkan 20:00. Hæpið er að fært verði norður í dag en til stendur að reyna aftur á morgun ef fresta þarf leiknum.
Úrslitakeppni bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik fer fram á morgun í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Keppnin hefst klukkan eitt en gert er ráð fyrir að úrslitaleikurinn hefjist 18:30. Í úrslitakeppninni taka þátt lið Sérdeildarinnar, Sérsveitarinnar, Austra og ME.