Úrslitakeppnin í blaki byrjar í kvöld: Ætlum að brosa breitt eftir leikinn

blak throttur hk okt13 kk 0016 webKarlalið Þróttar heimsækir Stjörnuna í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Liðin mættust tvisvar um helgina og hafði Stjarnan betur í báðum leikjum en Þróttarar ætla að koma fram hefndum í kvöld.

„Við erum brattir fyrir leikinn og ætlum að brosa breitt eftir hann," segir þjálfarinn Hlöðver Hlöðversson.

Hann segir alla leikmenn heila og í góðu ásigkomulagi þótt stöku fingur sé aumur eftir leikina um helgina en liðin börðust þar um annað sætið í deildinni og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

Stjarnan hafði þar betur, 3-1 á föstudagskvöld og 3-0 á laugardag. „Þetta var hörkuleikur á föstudag þar sem við unnum fyrstu hrinuna og vorum yfir 20-23 í númer tvö en þeir sigu síðan framúr. Leikurinn á laugardag skipti því ekki máli og núna er þetta alvöru leikur."

Þegar Austurfrétt ræddi við Hlöðver sagði hann að leikmennirnir væru að tínast í bæinn en um helmingur liðsins fór austur á milli leikjanna.

„Við ætlum að taka þetta með stæl í kvöld og tryggja okkur síðan úrslitaleikjaréttinn þegar við komum austur á miðvikudag."

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í Ásgarði í Garðabæ.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.