UMFÍ efnir til fundar um stefnumótun landsmóta

ulm 2012 dagur1 0342 webUngmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur annað kvöld fyrir fundi um stefnumótun landsmóta félagsins á Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri samtakanna segir markmið fundanna vera að fá sýn grasrótarinnar á framtíð mótanna.

„Á síðasta þingi UMFÍ var samþykkt að fara í fundarherferð um framtíð landsmótanna og það er því greinilegur áhugi innan hreyfingarinnar til að skoða framtíð landsmótanna," segir Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ.

UMFÍ stendur árlega fyrir Unglingalandsmóti og landsmóti 50 ára og eldri. Elsta mótið í hópnum er hins vegar „stóra landsmótið" sem haldið er á fjögurra ára fresti og var fyrst haldið árið 1909.

„Markmið fundanna er að fá fólkið í grasrótinni til að koma með sínar skoðanir á framtíð landsmótanna," segir Sæmundur og bætir við að töluverð vinna hafi þegar farið fram innan hreyfingarinnar þar sem meðal annars hafi ný reglugerð um Unglingalandsmótin verið samþykkt í haust.

Á fundunum er kallað eftir áliti og hugmyndum fundargesta um hvernig landsmótin eigi að þróast í hvaða farveg þau eigi að fara. Fundurinn á Egilsstöðum er sá fimmti í röðinni en þegar hafa verið haldnir fundir í Borgarnesi, Akureyri, Reykjavík og á Selfossi.

Fundurinn annað kvöld verður haldinn í húsakynnum UÍA að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum og hefst hann klukkan 20.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.