Körfubolti: Vorum sjö tíma á Akureyri síðast og ætlum ekki þangað aftur

karfa hottur thorak 03032014 0098 webKörfuknattleikslið Hattar getur tryggt sér sæti í úrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tekur á móti Þór Akureyri í öðrum leik liðanna. Þjálfari Hattar segir liðið vel undirbúið í leikinn.

„Leikurinn leggst vel í okkur og við erum spenntir fyrir honum. Við vorum búnir að grandskoða Þórsaranna fyrir fyrri leikinn og erum búnir að leggja leikinn ágætlega upp," segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Liðin áttu að mætast á föstudagskvöld en vegna ófærðar var leikurinn ekki spilaður fyrr en á sunnudagskvöld. „Við vorum sjö tíma á Akureyri síðast. Við ætlum okkur ekkert aftur þangað."

Þrátt fyrir langt ferðalag spilaði Höttur vel í leiknum og vann 72-84 sigur í leik þar sem liðið hafi frumkvæðið allan tímann.

„Heilt yfir spiluðum við vel þótt við höfum hikað á köflum, eins og gengur og gerist. Við gáfum alltaf í þegar þeir nálguðust okkur og sýndum styrk með að halda forustunni þótt Gerald (Robinson) færi út af með fimm villur þegar fimm mínútur voru eftir."

Leikurinn á Egilsstöðum í kvöld hefst klukkan 18:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki spilar við Breiðablik eða Fjölni um laust sæti í úrvalsdeild að ári.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.