Um 200 krakkar á blakmóti í Neskaupstað

krakkablak nesk2 webUm tvö hundruð krakkar í 42 liðum tóku þátt í Íslandsmóti þriðja, fimmta og sjötta flokks sem haldið var í Neskaupstað um síðustu helgi. Lið frá Austurlandi voru atkvæðamikil á mótinu.

Fjórir leikir voru spilaðir á föstudagskvöldi að ósk Hornfirðingar úr Sindra sem voru á leið í skólaferðalag strax eftir mót. Annars var spilað frá morgunmat fram að kvöldmat á laugardegi og aftur frá morgni og fram yfir hádegi á sunnudag.

Spilað var mest allan daginn á sjö völlum í einu í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Auk heimaliðanna mættu lið frá Reykjavík, Hornafirði, Akureyri, Ísafirði og Fáskrúðsfirði auk Seyðfirðinga sem tóku þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti yngri flokka.

Gist var í Nesskóla og útbjuggu foreldrar og sjálfboðaliðar morgunmat og hádegismat. Á laugardagskvöldi var pizzahlaðborð í Egilsbúð og Fjarðabyggð bauð keppendum í sund.

Unnur Ása Atladóttir, framkvæmdastjóri blakdeildar Þróttar, segir mótið hafa gengið vel og frábært veður tryggt að allir hafi komist leiðar sinnar án nokkurra vandkvæða. Hún segir töluverða vinnu í kringum mót sem þetta en áætlað er að fimmtíu sjálfboðaliðar hafi komið að því.

Um næstu helgi fer fram Íslandsmót í fjórðaflokk í Kópavogi en þangað sendir Þróttur þrjátíu manns sem fara með rútu frá Neskaupstað.

Mynd: Blakdeild Þróttar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.