Þróttur tapaði heima gegn Aftureldingu: Gerðum milljón mistök - Myndir

blak throttur afturelding 11042014 0005 wwebAfturelding jafnaði í kvöld stöðuna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið lagði Þrótt 1-3 í Neskaupstað í kvöld. Þjálfari Þróttar segir liðið hafa fært gestunum sigurinn í kvöld á silfurfati.

Þróttarstelpur byrjuðu leikinn betur og unnu fyrstu hrinu 25-18 en Afturelding jafnaði með 20-25 sigri í þeirri næstu. Staðan var jöfn framan af í þeirri þriðju en eftir stöðuna 11-11 herti Afturelding tökin og vann 18-25.

Leikur Þróttar hrundi í fjórðu hrinunni. Hún var jöfn í fyrstu en Þróttarstúlkur frusu í sex stigum en á meðan Afturelding raðaði inn stigunum og komst í 6-16. Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, reyndi að bregðast við og tók tvö leikhlé en þau báru engan árangur.

Þróttur var í vandræðum hvert sem augað var litið. Fyrrum þjálfari þeirra og leikmaður, Miglena Apostolova, gaf upp fyrir Aftureldingu á þessu tímabili og áttu Þróttarstúlkur í mestum vandræðum með að taka á móti þeim.

Ef þeim tókst að verjast uppgjöfunum þá klikkaði uppspilið, ef það tókst að spila upp endaði smassið í hávörn Aftureldingar, í netinu eða sóknarmaðurinn kláraði það ekki þannig hægt var að verjast því þegar það kom yfir netið. Í þau fáu skipti sem Þrótti tókst að skora stig klúðraðist næsta uppgjöf á eftir, fór í netið eða út af.

Afturelding hafði því öruggan sigur í hrinunni 12-25 og í leiknum 1-3. „Við vorum á hælunum og gáfum þeim stigin," sagði Matthías í samtali við Austurfrétt eftir leikinn, aðspurður um hvað hefði gerst.

Hann sagði leik liðsins hafa verið í lagi í annarri hrinu en síðan hefði mistökunum fjölgað. „Við gerðum milljón mistök á meðan þær gera engin og þá vinnur maður ekki blakleik.

Afturelding gerði ekkert sérstakt. Þær komu bara boltanum yfir til okkar og við gripum hann og rúllum honum aftur yfir til þeirra."

Þótt hann tæki leikhléin tvö í fjórðu hrinu til að reyna að koma í veg fyrir frjálst fall Þróttar sökk liðið dýpra og dýpra. „Hlutirnir þurfa að gerast inni á vellinum, ekki utan hans. Þær þurfa að taka á móti, spila upp og smassa. Við vitum hvað til þarf en sýndum það ekki í dag, hvorki sem einstaklingar né sem lið."

Liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort í úrslitarimmunni og mætast í þriðja leik í Mosfellsbæ á mánudagskvöld. Síðan tekur við átta daga páskafrí fram að fjórða leik í Neskaupstað.

„Við erum ekki hættar. Við vissum að þetta yrði engin sólskinsganga í þessari rimmu. Nú verðum við að lyfta upp höfðum, taka þær í Mosfellsbæ og tryggja okkur svo titilinn hér heima."

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir skoraði 33 stig fyrir Þrótt í kvöld og Erla Rán Eiríksdóttir tíu.

blak throttur afturelding 11042014 0011 webblak throttur afturelding 11042014 0012 webblak throttur afturelding 11042014 0014 webblak throttur afturelding 11042014 0017 webblak throttur afturelding 11042014 0022 webblak throttur afturelding 11042014 0026 webblak throttur afturelding 11042014 0032 webblak throttur afturelding 11042014 0041 webblak throttur afturelding 11042014 0045 webblak throttur afturelding 11042014 0054 webblak throttur afturelding 11042014 0055 webblak throttur afturelding 11042014 0059 webblak throttur afturelding 11042014 0065 webblak throttur afturelding 11042014 0068 webblak throttur afturelding 11042014 0071 webblak throttur afturelding 11042014 0075 webblak throttur afturelding 11042014 0086 webblak throttur afturelding 11042014 0097 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.