Viðar Jóns tekur við Leikni
Viðar Jónsson tekur við þjálfun meistaraflokks Leiknis í knattspyrnu karla af Búa Vilhjálmi Guðjónssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrir helgi. Mánuður er í að Íslandsmeistaramótið hefjist.Í frétt frá Leikni kemur fram að Viðar hafi áður stýrt liðinu en hann og Vilberg Marinó Jónasson skiptu með sér þjálfarastarfinu sumarið 2010.
Hann hefur að auki þjálfað meistaraflokk kvenna og flesta yngri flokka en hann er núverandi þjálfari fjórða flokks karla og kvenna.
Búi Vilhjálmur sagði upp af persónulegum ástæðum fyrir helgi. Leiknir spilar í Lengjubikarnum gegn Sindra á miðvikudag á útivelli og gegn Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag.
Viðar lengst til vinstri í leik með Leikni sumarið 2008.