Þróttur steinlá gegn Aftureldingu: Við horfum bara á næsta leik

blak throttur afturelding 11042014 0068 webKvennalið Þróttar beið skipbrot í þriðja leik liðsins gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Afturelding valtaði yfir Þrótt í fyrstu tveimur hrinunum og vann 3-0 sigur.

„Þetta var aðeins að koma hjá okkur í þriðju hrinunni en það var ekki nóg," sagði Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar í samtali við Austurfrétt í morgun.

Hann vildi annars sem minnst ræða leikinn. „Við horfum á næsta leik. Við ætlum með þetta í fimm leiki. Nú höfum við allt að vinna en engu að tapa en við verðum að spila betur en í síðustu tveimur leikjum."

Afturelding vann hrinurnar 25-11, 25-13 og 25-21. Fjórði leikurinn í rimmunni fer fram í Neskaupstað eftir viku. Sigri Afturelding í þeim leik hampar liðið Íslandsmeistaratitlinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar