Fjórði leikur Þróttar gegn Aftureldingu í kvöld: Úrslitastund fyrir Þrótt

blak throttur afturelding 11042014 0017 webÞróttur Neskaupstað þarf á sigri að halda í kvöld þegar liðið mætir Aftureldingu í Neskaupstað í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Gestirnir hampa titlinum ef þeir vinna í kvöld.

„Það er algjörlega að duga eða drepast núna," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

Þróttur vann fyrsta leikinn í Mosfellsbæ en Afturelding næstu tvo þar sem Þróttarliðið var langt frá sínu besta. Átta dagar eru frá síðasta leik og þá hefur verið reynt að nota til æfinga.

„Stemmingin í hópnum er góð og æfingar hafa gengið vel um páskana," segir Matthías.

Hann segir tvo leikmenn tæpa vegna meiðsla og þátttaka þeirra komi í ljós í upphitun.

Hann segir stuðning Austfirðinga vera mikilvægan á leiknum í kvöld. „Við vonumst eftir fullu húsi og látum."

Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar