Leiknir áfram í Lengjubikarnum með fullt hús: Fjarðabyggð fylgdi

leiknir kda meistarar 29042013 0007 webLeiknir Fáskrúðsfirði tryggði sér um helgina sigur í Austurlandsriðli Lengjubikars karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð fylgir þeim í undanúrslit B-deildar keppninnar.

Síðasti leikur Leiknis var gegn Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag og þann leik vann Leiknir 4-1. Kristófer Páll Viðarsson skoraði tvö mörk og þeir Sólmundur Aron Björgólfsson og Baldur Smári Elfarsson sitt markið hvor fyrir Leikni en Hörður Bragi Helgason fyrir Hött.

Ungverjinn László Szilágyi spilaði þar sinn síðasta leik fyrir félagið og fékk mikið klapp og fyrirliðabandið þegar hann kom inn á þegar tólf mínútur voru eftir. Þá vakti það athygli að markahrókurinn Vilberg Marinó Jónasson klæddi sig í markmannshanskanna.

Baldur Smári og Dagur Már Óskarsson skoruðu fyrir Leikni í 1-2 sigri á Sindra á miðvikudagskvöld í leik sem leikinn var á grasvelli í Nesjum. Arnar Freyr Valgeirsson skoraði fyrir Sindra sem varð í þriðja sæti í Austurlandsriðlinum.

Áætlun keppninnar fór töluvert úr skorðum vegna ófærðar. Leikir sem Einherji átti að spila um miðjan mars gegn Fjarðabyggð og Hetti voru spilaðir á miðvikudag og fimmtudag.

Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk en fimm samherjar hans skipti með sér hinum mörkunum í 7-1 sigri Fjarðabyggðar, sem varð í öðru sæti, á Einherja. Vopnfirðingar töpuðu síðan fyrir Hetti daginn eftir en liðin urðu neðst í riðlinum með sinn sigurinn hvort.

Leiknir mætir Völsungi á Húsavíkurvelli á fimmtudag í undanúrslitum en Fjarðabyggð heimsækir ÍR í Breiðholtið sama dag.

Höttur er efstur með tíu stig og hefur lokið leik í Norðausturriðli C deildar Lengjubikars kvenna. Liðið vann Völsung á útivelli á miðvikudag 1-3. Kristín Inga Vigfúsdóttir, Brynhildur Brá Guðjónsdóttir og Magdalena Reimus skoruðu mörk Hattar.

Tindastóll er í öðru sæti og getur náð Hetti að stigum með sigri á Sindra á laugardag. Hornafjarðarliðið lagði Fjarðabyggð á fimmtudag 1-2. Birta Karlsdóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir skoruðu fyrir Sindra en Katla Heimisdóttir fyrir Fjarðabyggð.

Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram en Fjarðabyggð lýkur keppni á Húsavík á laugardag gegn Völsungi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.