Fjarðabyggð og Leiknir mætast í úrslitum Lengjubikarsins

leiknir kff fotbolti 14092013 0061 webFjarðabyggð og Leiknir mætast í úrslitum B-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu karla í Fjarðabyggðarhöllinni á morgun. Liðin unnu góða sigra í gær á útivöllum í undanúrslitum.

Leiknisliðið fór á kostum gegn Völsungi á Húsavík og vann 1-6. Baldur Smári Elfarsson skoraði þar þrennu en Juan Miguel Munoz Rodriguez, Björgvin Stefán Pétursson og Hilmar Freyr Bjartþórsson sitt markið hver.

Leiknir var 0-4 yfir í hálfleik og komst í 0-5 snemma í seinni hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn tíu mínútum fyrir leikslok.

Fjarðabyggð lagði ÍR 0-2 í Breiðholti. Brynjar Jónasson kom Fjarðabyggð yfir á 52. mínútu og Tommy Nielsen skoraði annað mark tveimur mínútum síðar.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16:00 á sunnudag.

Kvennalið Fjarðabyggðar lýkur keppni í Lengjubikarnum gegn Völsungi á Húsavík á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar