Knattspyrna: Höttur og Fjarðabyggð mætast í bikarnum í kvöld
Höttur og Fjarðabyggð mætast í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli í kvöld. Fjarðabyggð og Huginn hófu leik annarri deild karla á laugardag.Fjarðabyggð tekur á móti Hetti klukkan 19:15 í kvöld. Það lið sem hefur betur mætir Völsungi í næstu umferð í lok mánaðarins.
Fjarðabyggð gerði markalaust jafntefli við ÍR í fyrstu umferð annarrar deildar karla á laugardag. Lið Fjarðabyggðar var manni færri frá 55. mínútu þegar Tommy Nielsen var vikið af velli þar sem dómarinn taldi hann hafa brotið á leikmanni sem kominn var í upplagt marktækifæri.
Fjarðabyggðarmenn voru mjög ósáttir við dóminn og fékk þjálfarinn Brynjar Gestsson gult spjald fyrir mótmæli. Jafnframt var dæmd vítaspyrna en Kile Kennedy varði hana og Fjarðabyggð hélt stiginu.
Huginn tapaði 0-2 fyrir Gróttu á Fellavelli. Seyðfirðingar héldu jöfnu framan af en gestirnir skoruðu mörkin sín á síðasta korterinu.