Knattspyrna: Huginn missti niður tveggja marka forustu gegn Sindra

kff hottur kvk 24052013 0126 webSindri sló Huginn úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu í framlengdum leik í gærkvöldi. Fjarðabyggð vann öruggan sigur á Leikni og í bikarkeppni kvenna burstaði Höttur Fjarðabyggð á mánudagskvöld.

Seyðfirðingar voru með pálmann í höndunum á Höfn í gær því þeir voru yfir 1-3 þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Hornfirðingar jöfnuðu með tveimur mörkum á fimm mínútum og sigurmarki í framlengingu.

Hilmar Þór Kárason kom Sindra yfir strax á elleftu mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik. Avaro Alvaro jafnaði fyrir Huginn á 48. mínútu og Marko Nikolic skoraði svo á 57. og 73. mínútu.

Edin Ceho minnkaði muninn fyrir Sindra á 79. mínútu og Mirza Hasecic jafnaði á 84. mínútu. Það var síðan Atli Haraldsson sem tryggði Hornfirðingum sæti í næstu umferð með sigurmarkinu á 110. mínútu.

Fjarðabyggð sló Leikni út á sama tíma 1-4 en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni. Stefán Þór Eysteinsson skoraði fyrsta markið á 24. mínútu og Hákon Þór Sófusson það næsta á 33. mínútu.

Hákon skoraði aftur á 61. mínútu en Juan Miguel Munoz Rodriguez minnkaði muninn fyrir Leikni á 78. mínútu. Almar Daði Jónsson skoraði svo gegn sínum gömlu félögum á 90. mínútu.

Höttur vann öruggan sigur 5-0 á Fjarðabyggð í bikarkeppni kvenna á Norðfjarðarvelli á mánudagskvöld. Magdalena Anna Reimus, Ólafía Anna Hannibalsdóttir og Jóna Ólafsdóttir skoruðu fyrir Hött í fyrri hálfleik en þær Fanney Þórunn Kristinsdóttir og Sigríður Baxter í seinni hálfleik.

Dregið verður í næstu umferð bikarkeppni karla á morgun en í bikarkeppni kvenna heimsækir Höttur Völsung á Húsavík þann 27. maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar