Íbúar kjósa íþróttamann Seyðisfjarðar

huginn 100ara 0066 webÁ Seyðisfirði stendur nú yfir kjör á íþróttamanni Seyðisfjarðar. Kjörið í ár var með breyttu sniði þar sem atkvæðaseðlar voru sendir í hús og þannig gafst íbúum bæjarins færi á að láta skoðun sína í ljósi.

„Af því að við erum svo fá sem búum hér þess vegna langaði okkur að prófa að hafa svona lýðræðislega kosningu og sjá hvernig hún kemur út," segir Jóhanna Pálsdóttir, formaður íþróttafélagsins Hugins.

Hefðin hefur verið sú að valinn hefur verið íþróttamaður Hugins en með valinu nú er því breytt. „Við ákváðum að fara þessa leið og breyttum titlinum í íþróttamann Seyðisfjarðar vegna þess að það eru frekar fáir sem hafa komið til greina sem íþróttamenn Hugins, helst þá knattspyrnustrákarnir okkar."

Undanfarin tvö ár hefur aðalstjórn Hugins valið íþróttamanninn ásamt stjórn knattspyrnudeildar. Kjörkassar eru nú á nokkrum stöðum í bænum en úrslit valsins verða kunngjörð 17. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar