Sóttu æfingabúðir með landsliðsþjálfurunum

blak throttur hk urslit 02042013 0192 webFjórtán iðkendur frá blakdeild Þróttar sóttu um síðustu helgi Afreksbúðir í blaki, fyrir ungmenni sem fædd eru á árunum 1995-2000, sem haldnar voru í Mosfellsbæ. Aðalþjálfarar í búðunum voru Daniele Capriotti og Rogerio Ponticelli, þjálfarar A-landsliða karla og kvenna í greininni.

Þeim til halds og trausts í þjálfuninni voru Natalia Ravva, Miglena Apostolova, Emil Gunnarsson og Filip Szewczyk en þau eru þjálfarar U19 og U17 ára landsliðanna. Eftir þessar afreksbúðir munu landsliðsþjálfarar U17 og U19 liðanna velja æfingahópa og í kjölfarið landsliðshópa sem taka þátt í N-Evrópu mótunum sem fram fara í Englandi og Danmörku í haust.

Samhliða búðunum voru haldin þjálfaranámskeið en fimm þjálfarar frá Þrótti nýttu sér tækifærið til að læra af landsliðsþjálfurunum.

A-landsliðin nýttu einnig tækifærið til æfinga fyrir Evrópumót smáþjóða sem fram fer hér á landi 6. – 8. júní. Matthías Haraldsson og Valgeir Valgeirsson eru í karlalandsliðinu en þær Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Erla Rán Eiríksdóttir, Lilja Einarsdóttir og María Rún Karlsdóttir í kvennalandsliðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar