Leikir helgarinnar: Höttur getur komist á toppinn í fyrstu deild kvenna

hottur kff kvk 01062014 dsoHöttur getur komist í efsta sæti B-riðils fyrstu deildar kvenna þegar liðið tekur á móti Álftanesi. Gestirnir leika tvo leiki á Austurlandi um helgina. Huginn á heimaleik í annarri deild karla og Einherji í þriðju deildinni þar sem Höttur og Leiknir hvíla.

Leikur Hattar og Álftaness hefst á Vilhjálmsvelli klukkan 20:00 í kvöld og er fyrsti leikurinn á vellinum í sumar. Höttur og Álftanes eru ásamt Þrótti og Fram í 2. – 5. sæti með sex stig en Höttur hefur aðeins leikið tvo leiki og með langbestu markatöluna, 13-0. KR er efst með níu stig úr þremur leikjum.

Álftanes heimsækir síðan Fjarðabyggð á Norðfjarðarvöll á sunnudag klukkan 14:00. Fjarðabyggð er á hinum enda töflunnar, neðst og án stiga eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 2-1 fyrir Sindra á Höfn í vikunni þar sem Andrea Magnúsdóttir minnkaði muninn fyrir Fjarðabyggð.

Huginn tekur á móti ÍR á Seyðisfjarðarvelli klukkan 14:00 á morgun í annarri deild karla og Fjarðabyggð heimsækir Njarðvík í leik sem hefst klukkustund fyrr. Fjarðabyggð er í þriðja sæti með tíu stig en Huginn í því fjórða með níu stig. Bæði lið hafa spilað fimm leiki. ÍR er í öðru sæti deildarinnar en Njarðvík neðst án stiga.

Í þriðju deild karla tekur Einherji á móti Hamri á Vopnafjarðarvelli klukkan 14:00 á sunnudag. Gestirnir eru neðstir í deildinni og án stiga. Efst eru Höttur og Leiknir sem eru í fríi um helgina. Einherji er í sjöunda sæti með fjögur stig úr jafn mörgum leikjum.

Mynd: Dagur Skírnir Óðinsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.