Leikir helgarinnar: Fjarðabyggð tekur á móti Gróttu í toppslag

3Fjarðabyggð tekur á móti Gróttu á morgun í uppgjöri tveggja efstu liðanna í annarri deild karla í knattspyrnu. Hetti gengur vel í 1. deild kvenna og vann stórsigur á Sindra í vikunni.

Leikur Fjarðabyggðar og Gróttu hefst á Eskifjarðarvelli klukkan 14:00 á morgun. Grótta er taplaus á toppi deildarinnar með 14 stig en Fjarðabyggð er með 13 stig í öðru. Í því þriðja er síðan Huginn Seyðisfirði með þrettán stig og mætir Ægi í Þorlákshöfn á sunnudag.

Höttur og Leiknir hvíla aðra helgina í röð í þriðju deild karla. Liðin eru samt í öðru og þriðja sæti. Einherji leikur sinn þriðja heimaleik í röð og tekur á móti ÍH klukkan 16:00 á morgun.

Höttur er í efsta sæti B-riðils fyrstu deildar kvenna eftir 1-6 stórsigur á Sindra á miðvikudag. Magdalena Anna Reimus og Heiðdís Sigurjónsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Hött en Sigríður Björk Þorláksdóttir og Alexandra Sveinsdóttir hin mörkin tvö. Höttur heimsækir Álftanes á sunnudag en Höttur vann leik liðanna á Egilsstöðum fyrir viku.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.