Viðar Örn framlengir samning sinn við Hött

karfa hottur thorak 25032014 0126 webViðar Örn Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Hetti um tvö ár. Þrír byrjunarliðsmenn frá síðustu tímabilum hafa skipt yfir í úrvalsdeildarlið.

Viðar er einnig yfirþjálfari deildarinnar og stýrir starfi yngri flokka. Hann hefur þjálfað meistaraflokk síðustu þrjú keppnistímabil og alltaf komist í úrslitakeppni fyrstu deildar.

Ljóst er þó að miklar breytingar verða á leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð. Bakvörðurinn Austin Bracey er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Snæfells og framherjarnir Eysteinn Bjarni Ævarsson og Andrés Kristleifsson í Keflavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar