Knattspyrna: Toppslagur Austfjarðaliðanna í kvöld

huginn ir juni14 0113 webHuginn og Fjarðabyggð mætast annarri deild karla í knattspyrnu á Eskifjarðarvelli í kvöld. Sumarið hefur byrjað vel hjá báðum liðunum.

Fjarðabyggð er efst í deildinni með nítján stig úr átta leikjum. Liðið vann Fjallabyggð á útivelli um síðustu helgi 0-3 og náði toppnum með að hrinda Gróttu þaðan í burtu með 3-2 sigri á Eskifirði þar á undan.

Tveimur stigum munar á liðunum í dag sem hafa slitið sig heldur frá liðunum í þriðja til áttunda. Eitt þeirra er Huginn sem er í sjötta sæti með þrettán stig.

Seyðfirðingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum en tóku sig svo til og unnu fjóra leiki í röð. Þeir töpuðu loks fyrir Ægi á útivelli og gerðu svo 2-2 jafntefli á heimavelli á laugardag gegn Dalvík/Reyni.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.