Binni Skúla: Ætlaði ekki svona snemma inn á

fotbolti kff huginn 04072014 0133 webInnkoma þjálfara Hugins, Brynjars Skúlasonar, á völlinn í leik liðsins gegn Fjarðabyggð á Eskifirði í gærkvöldi gerði gæfumuninn þar sem hann lagði upp jöfnunarmarkið í leik sem Seyðfirðingar áttu fá færi í.

„Já – ég get þetta enn – í svona fimm mínútur. Ég ætlaði ekki svona snemma inn á en Tómas (Arnar Emilsson) var með okkur á bekknum og plataði mig í þetta," sagði Brynjar í samtali við Austurfrétt í leikslok.

Hann kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en Fjarðabyggð var á 1-0 yfir. Þegar fimm mínútur voru flikkaði hann boltanum inn fyrir vörn Fjarðabyggðar á Alvaro Alvaro sem skoraði og jafnaði.

„Þeir voru sterkari en við en þegar við fórum að pressa þá síðustu 15-20 mínúturnar gáfum við þeim ekkert eftir."

Upplegg Hugins framan af virtist vera að koma löngum boltum fram á Alvaro og vonast til að hraði hans sprengdi vörn Fjarðabyggðar. Það plan þurfti hins vegar að hugsa upp á nýtt eftir að Fjarðabyggð komst yfir í lok fyrri hálfleiks eftir slæm mistök Atla Gunnar Guðmundssonar, markvarðar Hugins.

„Við ætluðum að liggja til baka og gefa á okkur fá færi en það gekk ekki. Atli er búinn að standa sig frábærlega með okkur í sumar og í leiknum en var óheppinn að missa boltann þarna."

Brynjar segir stigið mikilvægt fyrir Huginn. „Það er fínt að fá stig gegn toppliðinu, sérstaklega með tvo menn á bekknum. Við höfum ekki fengið mörg stig hér undanfarið."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar