Sigurður Haraldsson sigursæll á Landsmóti 50+

sigurdur haraldsson leiknismadur 0030 webSigurður Haraldsson úr Leikni Fáskrúðsfirði sigraði í fjórum greinum á Landsmóti 50+ sem haldið var á Húsavík fyrir skemmstu. Fimm keppendur frá UÍA tóku þátt í mótinu að þessu sinni.

Sigurður vann í kúluvarpi í flokki karla 85-89 ára með kasti upp á 9,28 metra, í spjótkasti með kasti upp á 24,85 metra, í lóðkasti kastaði hann 11,32 metra og 24,09 metra í kringlukasti.

Sigurður hefur átt gott ár á keppnisvellinum en í vor varð hann þrefaldur heimsmeistari í sínum aldursflokki. Hann vann kringlukast, sleggjukast og lóðakast í sínum flokki á mótinu sem haldið var í Rúmeníu og hlaut einnig silfur í spjótkasti og kúluvarpi.

Þrír aðrir keppendur frá UÍA tóku þátt í mótinu á Húsavík. Viðar Jónsson varð fimmti í golfi 50-69 ára og í skotfimi kepptu þau Sigurður Aðalsteinsson og Guðbjörg Þorvaldsdóttir. Þá var Jóhann Tryggvason í víðavangshlaupi.

Við setningu mótsins var tilkynnt að mótið yrði haldið á Ísafirði árið 2016 en UÍA sótti um það með mótsstað í Neskaupstað. Mótið að ári fer fram á Blönduósi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar