Atli Gunnar valinn íþróttamaður Hugins

atli gunnar gudmundsson sportmadur sfk14Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður meistaraflokks Hugins í knattspyrnu, var útnefndur íþróttamaður Seyðisfjarðar fyrir skemmstu.

Atli Gunnar er 21 árs gamall og lék fyrsta meistaraflokksleikinn aðeins 16 ára gamall. Hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu þrjú sumur. Hann hefur einnig stundað skíði.

Íþróttamaður úr röðum Hugins fær árlega sérstaka viðurkenningu fyrir íþróttaiðkun sína. Um er að ræða farandbikar, en auk hans fær íþróttamaður Hugins til eignar minni grip til merkis um nafnbót sína.

Að þessu sinni var kjörið í höndum íbúa Seyðisfjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar