Fangbragðafélagar úr Gleipni á leið á sitt fyrsta mót
Þrír félagar úr Gleipni – Fangbragðafélagi taka þátt í sínu fyrsta móti í brasilísku jiujitsu-móti um helgina. Austfirðingar hafa ekki áður keppt í greininni.Félagið, sem nefnt er eftir galdrakeðjunni sem heldur Fenrisúlfi, var hefur haldið úti reglulegum æfingum síðan í september sem fjórtán félagar hafa sótt. Í sumar hefur verið æft fjórum sinnum í viku.
Þeir Tummas Jákup Elíasson, Sölvi Baldursson og Brynjar Freyr Jónsson taka þátt í mótinu og eru skráðir til leiks hver í sínum þyngdarflokknum.
Mótið er haldið á vegum VBC Sportscenter í Kópavogi.
Arnar Jón Óskarsson, leiðbeinandi hjá Gleipni, segir að eftir því sem hann viti best sé þetta í fyrsta skipti sem austfirskir keppnismenn keppa í greininni utan fjórðungs.
Félagið hefur áður farið eina æfingaferð til Akureyrar til Fenris. Gleipnismenn æfa einnig júdó.