Fangbragðafélagar úr Gleipni á leið á sitt fyrsta mót

gleipnirÞrír félagar úr Gleipni – Fangbragðafélagi taka þátt í sínu fyrsta móti í brasilísku jiujitsu-móti um helgina. Austfirðingar hafa ekki áður keppt í greininni.

Félagið, sem nefnt er eftir galdrakeðjunni sem heldur Fenrisúlfi, var hefur haldið úti reglulegum æfingum síðan í september sem fjórtán félagar hafa sótt. Í sumar hefur verið æft fjórum sinnum í viku.

Þeir Tummas Jákup Elíasson, Sölvi Baldursson og Brynjar Freyr Jónsson taka þátt í mótinu og eru skráðir til leiks hver í sínum þyngdarflokknum.

Mótið er haldið á vegum VBC Sportscenter í Kópavogi.

Arnar Jón Óskarsson, leiðbeinandi hjá Gleipni, segir að eftir því sem hann viti best sé þetta í fyrsta skipti sem austfirskir keppnismenn keppa í greininni utan fjórðungs.

Félagið hefur áður farið eina æfingaferð til Akureyrar til Fenris. Gleipnismenn æfa einnig júdó.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar