Hjólað í kringum fljótið í þriðja sinn

tour de ormurinn 2013 0101 webHjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 9. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km.

Keppt verður í flokkum karla og kvenna í báðum vegalengdum. Í þeirri styttri verður hægt að taka þátt í liðakeppni þar sem þrír einstaklingar keppa saman.

Að þessu sinni verður keppnin ræst frá Egilsstöðum, í stað Hallormsstaðar áður og hjólað yfir í Fellabæ og upp Fell inn í Fljótsdal. Í styttri hringnum er beygt yfir Jökulsá í Fljótsdal neðan við Hengifoss en í lengri hringnum er haldið áfram alla leið inn í dalbotn í Fljótsdal.

Í fyrra sigraði Þórarinn Sigurbergsson í 103 km keppninni með tímanum 3:49,55 klst. og setti með þar með brautarmet. Í 68 km vegalengdinni sigraði Hafliði Sævarsson á tímanum 2:30,19 klst. og setti þar einnig brautarmet.

Það eru Austurför, UÍA og sveitarfélagið Fljótsdalshérað sem standa að keppninni. Skráning er til 8. ágúst á www.traveleast.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar