Brynjar Gestsson tekur við Fjarðabyggð

KFF Höttur

Brynjar Þór Gestsson verður næsti þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnum, samkvæmt heimildum Austurfréttar. Brynjar er ekki ókunnugur austfirskri knattspyrnu því hann þjálfaði Huginn Seyðisfirði fyrir nokkrum árum.

Brynjar Þór var spilandi þjálfari Hugins árið 2004 þegar liðið vann sér sæti í annarri deild. Liðið vann þá þriðju deildina eftir úrslitaleik við Fjarðabyggð. Hann hélt áfram með Seyðisfjarðarliðið og það hélt sér í annarri deild sumarið eftir.

Brynjar færði sig svo um set og spilaði með ÍR og Val sumarið 2006. Hann hefur síðan þjálfað hjá ÍH, Álftanesi, Víði Garði í annarri og þriðju deild, Auburn Montgomery háskólanum í Bandaríkjunum og nú síðast annan flokk HK.

Von er á að formlega verði tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Fjarðabyggð féll í sumar úr annarri deild. Útlit er fyrir að nær allir leikmenn liðsins verði um kyrrt svo markmiðið er að komast beint aftur upp.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar