Eggert Gunnþór vann opna Brimbergsmótið í golfi: Leystur undan samningi í Portúgal
Eggert Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sigraði opna Brimbergsmótið í golfi sem fram fór á Seyðisfirði á laugardag. Um helgina var tilkynnt að samningi hans við portúgalska félagið Belenenses hefði verið rift.Alls voru 64 keppendur skráðir til leiks á mótinu á laugardag og voru það félagar úr Golfklúbbi Byggðarholts sem röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Eggert Gunnþór fékk 44 punkta en hann lék völlinn á pari, 70 höggum. Honum gekk sérstaklega vel seinni hringinn þar sem hann fékk örn á 11. og 12. braut.
Páll Björnsson varð í öðru sæti með 40 punkta og Steinar Snær Sævarsson í því þriðja með 39 punkta.
Í gær var tilkynnt um að samkomulag hefði náðst milli Eggerts og portúgalska félagsins Belenenses um að rifta samningi hans.
Eggert, sem verður 26 ára eftir viku, hefur glímt við nárameiðsli síðan hann fór til Portúgals í fyrrasumar og spilaði ekki nema ellefu leiki með félaginu í vetur.
Eftir sex ár hjá Hearts í Skotlandi og ríflega 100 leiki í skosku úrvalsdeildinni var Eggert seldur til Wolves, sem þá var í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012.
Liðið féll um tvær deildir á tveimur árum og Eggert Gunnþór fékk nær engin tækifæri þar, né heldur í stuttu láni hjá Charlton síðla árs 2012.
Eggert á að baki 19 leiki með íslenska A-landsliðinu og var í hópnum gegn Króötum í forkeppni HM síðasta haust og í æfingaleik gegn Wales í mars.
Í tilkynningunni kemur fram að Eggert muni nú einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum hérlendis.
Eftir sex ár hjá Hearts í Skotlandi og ríflega 100 leiki í skosku úrvalsdeildinni var Eggert seldur til Wolves, sem þá var í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012.
Liðið féll um tvær deildir á tveimur árum og Eggert Gunnþór fékk nær engin tækifæri þar, né heldur í stuttu láni hjá Charlton síðla árs 2012.
Eggert á að baki 19 leiki með íslenska A-landsliðinu og var í hópnum gegn Króötum í forkeppni HM síðasta haust og í æfingaleik gegn Wales í mars.
Í tilkynningunni kemur fram að Eggert muni nú einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum hérlendis.