Féllu en sendu böðlunum heillaóskaskeyti

Höttur ÞórHöttur féll um síðustu helgi úr fyrstu deild karla í knattspyrnu. Þeir sýndu þó af sér íþróttamennsku þegar þeir óskuðu liðinu sem sendi þá niður, Þór frá Akureyri, til hamingju með deildarmeistaratitilinn.

Von Hattarmanna fyrir leikinn var veik, þeir þurftu að vinna deildarmeistarana á Akureyri daginn sem þeir tóku við bikarnum og vonast eftir að Leiknir Reykjavík tapaði gegn nágrönnum sínum í ÍR.

Svo fór þó ekki, Þór vann Hött 1-0 og Leiknir vann ÍR. Það þýðir að Höttur leikur í annarri deild á næstu leiktíð eftir eitt sumar í næstefstu deild.

Hattarmenn sýndu þó af sér íþróttamennsku því þeir sendu Akureyringunum kort með hamingjuóskum og heillakveðjum.

 

Mynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.