Beint: Höttur: Leiknir

Áfram Höttur

Bein útsending er á rásinni Austurfrétt á Ustream 


Streaming video by Ustream

95. mín. Erlendur Eiríksson flautar af. Leiknir kemst upp fyrir Hött sem er komið í fallsæti.

92. mín. 2-3 Friðrik Þráinsson fær skalla sendingu inn fyrir vörnina hægra megin, rennir sér í boltann og skorar. Enn von fyrir Hött.

87. mín. 1-3 Elvar Ægisson tekur vítið, sendir Geira í vitlaust horn og skorar. 

86. mín. Ólafur Hrannar Kristjánsson, virðist verja boltann með hendi á línu eftir skalla eftir horn. Erlendur Eiríksson vel staðsettur, dæmir víti og rekur Ólaf Hrannar út af en hann viðhefur hávær mótmæli. 

80. mín. Birkir Björnsson (ekki Borgfirðingur) inn hjá Leikni fyrir Sindra Björnsson. 

71. mín. Tóti Borgþórs út, Garðar Már inn hjá Hetti.  

66. Leiknir skiptir. Pétur Már Harðarson inn fyrir Samuel Petrone. 

64. mín. Eysteinn kallar: "Stebbi, ertu í lagi?" og kallar hann síðan beint af velli. Runólfur Sigmundsson kemur inn í staðinn. 

57. mín. 0-2 Gunnar Einarsson. Gunnar neglir boltanum í loft upp undir pressu við miðjuna. Boltin svífur í átt að markinu, Bajkovic virðist ekki viss um hvort hann fari yfir eða ekki, hikar, boltinn dettur snöggt niður og efst í vinstra hornið. Fáránlegt mark og afleit staða fyrir Hattarmenn. 

53. mín. Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði Leiknis, fær gult spjald fyrir að toga aftan í Davíð Egilsson. Davíð var við vítateigsbogann og við það að sleppa í gegn en að hlaupa út til hliðar frá marki svo brotið verðskuldaði ekki rautt spjald. Aukaspyrna Hattarmanna fer beint í vegginn. 

45. mín. Leikhlé. Höttur meira með boltann og strita gríðarlega til að reyna að jafna en ekkert gengur. Leiknisvörnin heldur vel og gestirnir beita skyndisóknum sem skilað hafa tveimur dauðafærum. 

33. mín. Andri Steinn fær aftur sendingu frá hægri, þessi er niðri og hann nær skoti rétt utan markteigs en það fer beint á Bajkovic.

25. mín. Andri Steinn Birgisson skallar í þverslá af markteig eftir fyrirgjöf frá hægri. Hattarmenn sleppa með skrekkinn og bruna strax í sókn. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson fær spjald fyrir að stöðva efnilega Hattarsókn. Stefán Þór Eyjólfsson tekur spyrnuna en hún fer beint í fang Ásgeirs. 

17. mín. Ragnar Pétursson bjargar sennilega marki með stórkostlegri tæklingu rétt utan vítateigs. Sóknarmaður Leiknis var þar kominn á ferðina og stefndi í dag. Höttur snýr vörn í sókn. Friðrik Þráinsson kemst einn í gegn hægra megin, Ásgeir Magnússon ver skot hans beint fyrir fætur Davíðs Egilssonar sem skýtur í hliðarnetið fyrir opnu marki. 

8. mín. Sindri Björnsson, Leikni, fær gult fyrir sólatæklingu. 

5 min mark Leiknir 10 Samuel Petrone kemst inn vinstra megin eftir skyndisókn. Hann skorar með skoti undir Bajkovic af vinstra markteigshorni.

Á Egilsstöðum er um fimm stiga hiti og rigning. Þetta er fyrsti rigningarleikurinn á Egilsstöðum í sumar. Í liði Hattar er Jónas Ástþór Hafsteinsson í banni, aðrir eru tiltækir. Þjálfarinn Eysteinn Hauksson sagði það lúxusmál að geta valið úr öllum leikmönnunum þegar við ræddum við hann í gær. 

Lið Hattar: Veljko Bakjovic, Elmar Bragi Einarsson, Óttar Steinn Magnússon (F), Högni Helgason, Birkir Pálsson, Elvar Þór Ægisson, Þórarinn Máni Borgþórsson, Stefán Þór Eyjólfsson, Friðrik Ingi Þráinsson, Ragnar Pétursson, Davíð Einarsson.

Varamenn: Runólfur Sveinn Sigmundsson, Garðar Már Grétarsson, Anton Helgi Loftsson, Kristófer Örn Kristjánsson, Bjarni Þór Harðarson, Bjartmar Þorri Hafliðason. 

Lið Leiknis: Ásgeir Þór Magnússon, Gunnar Einarsson, Stefán Jóhann Eggertsson, Ólafur Hrannar Kristjánsson, Andri Steinn Birgisson, Samuel Petrone, Brynjar Hlöðversson, Kristján Páll Jónsson, Sindri Björnsson, Óttar Bjarni Guðmundsson (F), Hilmar Árni Halldórsson.

Varamenn: Birkir Björnsson, Aron Daníelsson, Skúli Bragason, Hrannar Bogi Jónsson, Zltko Krickic, Pétur Már Harðarson.

Dómari: Erlendur Eiríksson.

Aðsoðardómarar: Jón Magnús Guðjónsson, Jóhann Óskar Þórólfsson. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar