Blak: Kvennaliðið tapaði fyrstu leikjum tímabilsins
Kvennalið Þróttar í blaki tapaði um helgina fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni en liðið spilaði tvisvar við HK í Kópavogi.HK vann fyrri leikinn 3-0 á föstudagskvöld, 25-17, 25-20 og 25-21. Liðin áttust við í fyrra í undanúrslitum Íslandsmótsins og þá hafði Þróttur betur.
Síðan hafa átt sér stað talsverð kynslóðaskipti sem sjást meðal annars á því að María Rún Karlsdóttir, sem ekki átti fast sæti í Þróttarliðinu í fyrra, var stigahæst með 13 stig.
HK vann síðan aftur á laugardag, 3-0. HK vann fyrstu tvær hrinurnar 25-21 og þá þriðju 25-18. María Rún og Lilja Einarsdóttir voru stigahæstar Þróttarstelpna með 7 stig hvor.