Átján verkefni og íþróttamenn styrkt úr Spretti

UÍA

Síðastliðinn laugardag var úthlutað úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa 950.000 krónum til efnilegra íþróttamanna, þjálfara og íþróttafélaga á Austurlandi. Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti og var þetta seinni úthlutun ársins. Að þessu sinni bárust 28 umsóknir í sjóðinn og 18 þeirra hlutu styrk. 

Gunnar Gunnarsson formaður UÍA og Gunnlaugur Aðalbjarnarson gjaldkeri UÍA afhentu styrkina með formlegum hætti að loknu fimleikamóti Hattar í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Styrkhafar fengu að auki Þórarinspening UÍA að gjöf, en peningurinn er kenndur við Þórarinn Sveinsson einn af stofnendum sambandsins.

„Það er einkar ánægjulegt að geta stutt við efnilegt íþróttafólk og öflugt starf íþróttafélaga á Austurlandi með þessum hætti. Við erum Alcoa Fjarðaáli þakklát fyrir samstarfið og vitum að þessir styrkir munu nýtast vel,“ sagði Gunnar af þessu tilefni.

Afreksstyrkir:

Þrjár afreksstyrksumsóknir bárust að þessu sinni, allar frá konum og það voru því þrjár efnilegar íþróttakonur sem þá hlutu, þær:

  • Valdís Ellen Kristjánsdóttir fimleikakona úr Hetti
  • Eydís Elva Gunnarsdóttir blakkona úr Þrótti
  • Heiðdís Sigurjónsdóttir knattspyrnukona úr Hetti
  • Allar hljóta þær 100.000 kr. til að sækja íþróttaviðburði og æfingar innanlands sem utan.

Iðkendastyrkir:

  • Halla Helgadóttir frjálsíþrótta- og knattspyrnuiðkandi frá Hetti, 50.000 kr.
  • Ólafur Tryggvi Þorsteinsson mótorcrossiðkandi frá START/Hetti, 50.000 kr.
  • Nikólína Dís Kristjánsdóttir sundiðkandi frá Austra, 50.000 kr.
  • Lilja Tekla Jóhannsdóttir skíðaiðkandi frá Þrótti, 50.000 kr.
  • Ásbjörn Eðvaldsson skíðaiðkandi frá Austra 50.000 kr.
  • Jens Albertsson knattspyrnuiðkandi frá Neista 25.000 kr.
  • Þorvaldur Marteinn Jónsson skíðaiðkandi frá Þrótti 25.000 kr.
  • Jensína Martha Ingvarsdóttir skíðaiðkandi frá Austra 25.000 kr.
  • Írena Fönn Clemmensen skíðaiðkandi frá Þrótti 25.000 kr.

Þjálfarastyrkir:

  • Skíðafélagið í Stafdal vegna námskeiðs í verklegri skíðakennslu 50.000 kr.
  • Ljubisa Radovanovic knattspyrnudeild Hattar vegna þjálfaranámskeiðs KSÍ 50.000 kr.
  • Guðbjörg Björnsdóttir sunddeild Hattar vegna dómararéttinda SSÍ 50.000 kr.

Félagastyrkir:

  • Golfklúbbur Norðfjarðar vegna þjálfaramenntunar og uppbyggingu unglingastarfs 50.000 kr.
  • Frjálsíþróttadeild Hattar í samstarfi við aðrar frjálsíþróttadeildir á Austurlandi vegna æfingabúða 50.000 kr.
  • Sunddeild Hattar vegna sundæfinga fyrir 6-7 ára 50.000 kr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.