Knattspyrna: Sex milljónir austur í barna- og unglingastarf
Austfirsk knattspyrnufélög fá sex milljónir króna í styrki við barna- og unglingastarfs frá Knattspyrnusambandi Íslands og Knattspyrnusambandi Evrópu.Hluti þeirra tekna sem fást af Meistaradeild Evrópu renna til félaga í öllum aðildarlöndum til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Íslensk félög fá 43 milljónir í sinn hlut frá keppninni frá í fyrra en það skiptist á milli félaga í úrvalsdeild karla.
Stjórn KSÍ bætir hins vegar við 39 milljónum þannig að félög með lið í 1. deild karla fá 1,6 milljónir hvert, í annarri deild karla 1,1 milljón, önnur lið í deildarkeppni 800.000 og 250.000 til þeirra sem eru utan deilda.
Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum. Félög utan deildarkeppni og félög sem ekki halda úti starfsemi hjá báðum kynjum sækja sérstaklega um framlag. Heildarúthlutunin er 82 milljónir.
Huginn Seyðisfirði fær því hæsta greiðslu austfirsku liðanna, 1,1 milljón en liðið spilaði í 2. deild í sumar. Fjarðabyggð vann deildina sem kunnugt er en að liðinu standa Valur, Austri og Þróttur Neskaupstað sem fá 800 þúsund hvert.
Sama upphæð rennur til Hattar, Leiknis og Einherja sem spiluðu í þriðju deild karla í sumar. Alls koma 5,9 milljónir austur.