Valsliðið væntanlegt austur: Ástæða fyrir að reglurnar eru strangar

karfa hottur snaefell bikar okt14 0054 webMótastjóri Körfuknattleikssambands Íslands segist ekki vita annað en Valur mæti til leiks í Íslandsmóti í 7. flokki stúlkna á Egilsstöðum eftir viku þrátt fyrir fréttir þar um. Sú harða afstaða að vísa liðum úr móti mæti þau ekki til leiks sé tilkomin af ástæðu.

„Það hefur engin formleg beiðni eða athugasemd við tímasetningu eða staðsetningu. Ég held að það hafi aldrei staðið annað til en að mæta og ekki annað vitað en Valur mæti," segir Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri KKÍ.

Mbl.is hafði eftir ónafngreindu foreldri í úr Valshópnum að KKÍ ætlaði að vísa liðinu úr keppni fyrir að mæta ekki í Egilsstaði. Annars væri tíminn naumur þar sem hluti liðsins væri á leið í skólabúðir daginn eftir og hins vegar skammur tími til að safna fyrir flugfarinu austur.

Í samtali við Austurfrétt í dag sagði Stefán Þór að skipulag mótsins hefði verið samkvæmt vinnureglum KKÍ. Leikið er í fjórum minni mótum yfir árið og er liðunum gert ljóst um dagsetningar strax að sumri til.

Lið færast á milli riðla eftir árangur í síðasta móti. Ljóst er með minnst tveggja vikna fyrirvara hvar mótið er haldið í hvert skipti og svo var einnig nú.

Samkvæmt reglum mótanefndar KKÍ er liðum vísað úr Íslandsmóti mæti það ekki í tvo leiki en þrír leikir eru í hverju móti. Skrópi lið í einn leik getur það ekki orðið Íslandsmeistari.

„Þessi harða afstaða er komin til út af ástæðu. Við þekkjum dæmi þar sem lið hafa frekar kosið að sleppa því að mæta en borga ferðakostnaðinn."

Stefán segir reglurnar öllum ljósar þegar lið séu skráð til leiks. „Það mega allir skrá sig og það stendur öllum til boða að fá heimamót. Við viljum að öll lið fái að spila á heimavelli fyrir framan sína nánustu."

Ef lið mæta ekki þurfa þau að skýra fjarveruna fyrir mótanefnd sem tekur endanlega ákvörðun. Hann segir það ekki algengt að lið mæti ekki til leiks en það gerist þó „reglulega" af ýmsum orsökum, svo sem veðri.

„Það er ekki bara í aðra áttina að lið mæti ekki til leiks en viðhorfið er dálítið í aðra áttina. Það er leiðinlegt þegar slíkt gerist því það skemmir fyrir öll þar sem önnur lið sem mæta fá færri leiki."

Valur og Höttur leika með Fjölni og Stjörnunni í riðli. Fyrsta mótið fór fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Stefán segir reynt að taka tillit til dreifingar liða við skipulagningu móta en oft sé mikið púsluspil að láta þau ganga upp.

„Óvissa með fjölda afsláttarsæti hjá Flugfélagi Íslands sem íþróttahreyfingunni stendur til boða hjálpar ekki. Framboð þeirra er takmarkað og þegar koma þarf þremur liðum á staðinn vita menn ekki hvort sætið kostar 25 þúsund krónur eða fimmtíu þúsund."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.