Hleypur til styrktar Hollvinasamtökum FSN

Harpa Vilbergs

Reyðfirðingurinn Harpa Vilbergsdóttir ætlar að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Hollvinasamtökum Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Hlaupaferillinn hófst tveimur vikum fyrir maraþonið í fyrra.

 

„Ég skráði mig í 10 km því það er stysta vegalengd með tímatöku. Að auki er það ein af þeim vegalengdum sem hlauparar geta styrkt ákveðin málefni. Það kom því ákveðið kapp í mig og ég ákvað að safna pening til styrktar FSN. Það gekk það framar vonum en ég náði rúmum 50 þúsund kr.“

Harpa mun hlaupa til styrktar Hollvinasamtökum að nýju þetta árið en peningar sem safnast munu renna til fæðingardeildarinnar. Ljósmæðurnar þar hafa hug á að útbúa sérstakt „Hreiður“ sem verður herbergi með tvíbreiðu rúmi fyrir foreldra til að liggja saman sængurleguna með nýfætt barn sitt.

„Að sjálfsögðu er stefnan sett á að ná nógu hárri upphæð til að hægt sé að kaupa rúm og því dugar ekkert minna en sex stafa tala! Ég hvet alla sem geta að leggja þessari söfnun lið.“

 

Hægt er að heita á Hörpu með að smella hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.