Viðar þjálfar Leikni áfram

fotbolti einherji leiknir 15082014 0010 webViðar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning til næstu tveggja ára sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Leikni. Fyrirliðinn Björgvin Stefán Pétursson var útnefndur leikmaður ársins á uppskeru hátíð félagsins.

Viðar tók við þjálfun liðsins skömmu fyrir Íslandsmótið í vor og stýrði því upp í aðra deild. Um leið skrifuðu tíu leikmenn liðsins undir nýja samninga auk þess að Almar Daði Jónsson gekk aftur til liðs við félagið eftir að hafa spilað með Fjarðabyggð í sumar.

Skrifað var undir samningana á uppskeruhátíð Leiknis á sunnudag. Þar voru útnefndir leikmenn ársins. Björgvin Stefán var bæði valinn knattspyrnumaður ársins hjá Leikni og íþróttamaður félagsins en Kristófer Páll Viðarsson, sonur Viðars þjálfara, var valinn efnilegastur þriðja árið í röð.

Þá fengu bestu leikmenn yngri flokka félagsins viðurkenningar sem hér segir:

5. flokkur kvenna - Heiðbrá Björgvinsdóttir og Malen Valsdóttir
4. flokkur kvenna - Elísbet Eir Hjálmarsdóttir
4. flokkur karla - Kifah Moussa Mourad
3. flokkur kvenna - Brynja Rún Steinþórsdóttir
3. flokkur karla - Garðar Logi Ólafsson
2. flokkur karla - Unnar Ari Hansson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.