Blak: Ellefu lið mæta til leiks í Neskaupstað

blak throttur umfa 22042014 0047 webEllefu lið eru skráð til leiks í forkeppni bikarkeppninnar í blaki sem haldin verður í Neskaupstað um helgina.

Keppni hefst klukkan 19:00 í kvöld en gert er ráð fyrir að hvert lið leiki einn leik í kvöld. Síðan verður leikið klukkan 10-16 á morgun og 9-13 á sunnudag.

Allir leika við alla og spiluð er einföld umferð. Í karlaflokki eru sex lið skráð til leiks: Afturelding, HK, KA, Stjarnan, Þróttur Reykjavík og Þróttur Neskaupstað.

Í kvennaflokki eru fimm lið: Afturelding, HK, KA, Stjarnan og Þróttur Neskaupstað.

Fjögur lið í hvorum flokki ávinna sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Reykjavík í byrjun mars.

Talsverð umræða hefur verið um staðsetningu keppninnar en Fylkir dró lið sín úr keppni og kvennalið Þróttar Reykjavíkur vegna ferðakostnaðar austur í Neskaupstað.

Eftir því sem næst verður komust fljúga öll liðin austur nema KA og karlalið Þróttar Reykjavíkur sem koma keyrandi.

Þá spilar körfuknattleikslið Hattar gegn Breiðabliki í Kópavogi í fyrstu deild karla í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar