Körfubolti: Höttur á toppnum um jólin eftir að hafa burstað Val - Myndir

karfa hottur valur des14 0003 webHöttur trónir á toppi 1. deildar karla í körfuknattleik eftir góðan 97-80 sigur á Val á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Gestirnir áttu engin svör við besta leik Hattarliðsins í vetur.

Valur hefur haft ágætt tak á Hetti síðustu ár en það snérist við á föstudagskvöld. Höttur pressaði stíft á Valsliðið og lék hraðan sóknarleik þannig að leikmenn þess virtust alltaf fríir undir körfunni.

Við þessu átti Valsliðið engin svör og þegar mest lét var munurinn yfir 30 stig, 80-49 í lok þriðja leikhluta. Hattarmenn voru aftur 90-59 yfir um miðjan fjórða leikhluta og gátu því leyft sér að slaka á síðustu mínúturnar.

Bandaríkjamaðurinn Tobin Carberry var sem fyrr stigahæstur í liði Hattar, skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

„Valsmenn komu okkur í opna skjöldu með stífri pressuvörn í síðasta leik og við vildum gera slíkt við sama við þá. Við mættum einbeittir á æfingar og voru ákveðnir í því hvað við vildum gera," sagði Tobin í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Hann gekk til liðs við Hött í haust og er ánægður með vistina á Egilsstöðum til þessa. „Það er stundum dálítið hvasst hér en fólkið er indælt og ég hef gaman af því að ganga um í kyrrðinni.

Stemmningin í liðinu er frábær og ég hef sérstaklega gaman af því að stríða yngri leikmönnunum sem taka því vel."

Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 18 stig, Nökkvi Jarl Óskarsson 14, Ragnar Gerald Albertsson 13 og Hreinn Gunnar Birgisson 12 en hann hirti að auki 11 fráköst og sendi 6 stoðsendingar.

Illugi Auðunsson var stigahæstur gestanna með 19 stig.

karfa hottur valur des14 0007 webkarfa hottur valur des14 0015 webkarfa hottur valur des14 0017 webkarfa hottur valur des14 0019 webkarfa hottur valur des14 0027 webkarfa hottur valur des14 0032 webkarfa hottur valur des14 0040 webkarfa hottur valur des14 0059 webkarfa hottur valur des14 0071 webkarfa hottur valur des14 0079 webkarfa hottur valur des14 0080 webkarfa hottur valur des14 0119 webkarfa hottur valur des14 0121 webkarfa hottur valur des14 0129 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar