Lilý Viðars og Hafliði Sævars sigurvegarar Vetrarhlaupa

hlaupaherar_vor12_web.jpg

Uppskeruhátíð hlaupahópsins Hlaupahéranna var haldin fyrir skemmstu á Gistiheimilinu á Egilsstöðum. Þar komu saman hlauparar af Héraði og fengu sér í svanginn, flestir búnir að hlaupa morgunhlaup. Þar voru einnig veitt verðlaun í stigakeppni Vetrarhlaupa 2011-2012.

Síðastliðinn vetur var sá fjórði sem hlaupahópurinn hefur staðið fyrir 10 km. keppnishlaupi síðasta laugardag alla vetrarmánuðina þ.e. frá því í október og fram í mars. Þátttaka hefur verið misjöfn milli mánaða en samtals tóku 30 manns þátt í hlaupunum sex og margir þeirra voru með í hverju hlaupi.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu útbreitt sport langhlaup eru og mikið framboð af skipulögðum hlaupum víða um land. Aðallega er þó um keppnir yfir sumarmánuðina að ræða og Vetrarhlaupasyrpur því kærkomin viðbót í flóruna,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hópsins.

Sigurvegarar Vetrarhlaupa 2011-2012 voru í kvennaflokki Lillý Viðarsdóttir með 20 stig og Hafliði Sævarsson í karlaflokki með 18 stig. Önnur úrslit má sjá hér að neðan. 

 

Konur Samtals

Lillý Viðarsdóttir 20

Gyða Guttormsdóttir 12

Guðbjörg Björnsdóttir 10

 

Karlar Samtals

Hafliði Sævarsson 18

Óli Metúsalemsson 16

Björn Natan Bjarnason 10

 

Aldursflokkar:

 

Konur 39 ára og yngri Samtals

Gyða Guttormsdóttir 14

Elsa Guðný Björgvinsdóttir 12

Borghildur Sigurðardóttir 11

 

Konur 40 ára og eldri Samtals

Lillý Viðarsdóttir 20

Guðbjörg Björnsdóttir 18

Ólöf I. Sigurbjartsdóttir 12

 

Karlar 39 ára og yngri Samtals

Björn Natan Bjarnason 18

Jón Jónsson 9

Bjartmar Þorri Hafliðason 5

*Jafn Bjartmari Þorra að stigum var Guðlaugur Egilsson, báðir tóku þátt í einu hlaupi, tími Bjartmars var betri og ræður það úrslitum.

 

Karlar 40 ára og eldri Samtals

Óli Metúsalemsson 21

Hafliði Sævarsson 20

Aðalsteinn Aðalsteinsson 11

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.