Afturelding Íslandsmeistari í blaki

img_4338.jpgAfturelding tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið vann Þrótt í Neskaupstað 1-3. Síðasta hrinan fór 22-25 þrátt fyrir hetjulega baráttu Þróttar sem vann upp sjö stiga forskot og jafnaði í lokin. Síðustu þrjú stigin og fögnuðurinn voru þó gestanna.

Rafmögnuð stemning var í íþróttahúsinu í Neskaupstað við upphaf leiksins í dag. Íþróttahúsið var yfirfullt af áhorfendum og augljóst var að styðja átti Þrótt til sigurs.

Fyrsta hrinan var æsispennandi í upphafi og ljóst var að hún gat fallið með báðum liðum. Í stöðunni 18-14 tókst Þrótti að síga fram úr og vinna fyrstu hrinu 25-15. Eftir góða byrjun heimastúlkna tók Afturelding sig greinilega saman í andlitinu og unnu þær næstu hrinu 15-25. Annað var að segja um þriðju hrinu. Þar voru bæði lið á fullu skriði og hún gat fallið með báðum liðum. Aftureldingu tókst þó að landa henni 25-27 að lokum. Staðan var þá orðin 1-2 í hrinum talið, Aftureldingu í vil. Það leit út fyrir að allur þróttur hefði yfirgefið Þrótt í byrjun fjórðu hrinu. Í stöðunni 10-17 fyrir Aftureldingu tóku heimastúlkur sig á og náðu að minnka muninn í 17-20. Aftureldingu tókst þó að knýja fram sigur 22-25 og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

img_4151.jpgimg_4153.jpgimg_4192.jpgimg_4199.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar