Blak: Þrótti mistókst að ná öðru sætinu

throttur umfa blak jan15Karlaliði Þróttar mistókst að komast í annað sæti Mizuno-deildar karla í blaki þegar það tapaði fyrir Stjörnunni á heimavelli á laugardag. Kvennaliðið tapaði báðum leikjum sínum fyrir Aftureldingu.

Kvennaliðið hóf leik á föstudagskvöld gegn Mosfellingum sem haft hafa miklar yfirburði í deildinni í vetur. Þeir voru sannreyndir enda unnu gestirnir 0-3 eða í hrinum 6-25, 15-25 og 15-25.

Kvennaliðin mættust svo aftur á laugardag og fór þá á sömu lund, 0-3 eða 19-25, 16-25 og 12-25. Þjálfari Aftureldingar, Apostol Apostolov sem áður þjálfari Þrótt, var duglegur að skipta leikmönnum inná og leyfa öllum sínum leikmönnum að spila.

Ekki gekk karlaliðinu betur en stigi munaði á þeim og gestunum úr Stjörnunni fyrir leik. Garðbæingar unnu hins vegar 0-3 eða 13-25, 19-25 og 19-25 og komu sér þar með örugglega fyrir í öðru sætinu.

Úr leik Þróttar og Aftureldingar. Mynd: Jón Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar