Körfubolti: Höttur ekki í vandræðum með Þór

karfa hottur breidablik jan15 0065 webHöttur heldur áfram átta stiga forskoti í fyrstu deild karla í körfuknattleik eftir 92-66 sigur á Þór Akureyri á Egilsstöðum á laugardag.

Leikurinn var jafn fram undir hálfleik. Höttur var 17-14 yfir eftir fyrsta leikhluta en leiðir skyldu í lok annars leikhluta þegar Höttur breytti stöðunni á síðustu þremur mínútunum úr 31-33 í 44-33.

Eftir það sáu gestirnir ekki til sólar, Höttur var 65-48 yfir eftir þriðja leikhluta og vann að lokum með 26 stiga mun.

Allir leikmenn Hattar komu við sögu í leiknum og aðeins einn þeirra náði ekki að skora. Tobin Carberry var sem fyrr stigahæstur með 23 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst og sendi sjö stoðsendingar.

Ragnar Gerald Albertsson skoraði 17 stig og Nökkvi Jarl Óskarsson, sem um tíma lék með Þór, sextán.

Hattarmaðurinn fyrrverandi, Frisco Sandidge, var stigahæstur Þórsara með 25 stig auk þess að taka 11 fráköst og senda 5 stoðsendingar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.